Hjúskapur.is

 Ef þú ert að sækja um skilnað eða slit á sambúð ráðfærðu þig við okkur gegn sanngjörnu endurgjaldi.

Af hverju að leita til okkar?

  • Sérfræðiráðgjöf á sviði skilnaðar og sambúðarslita.

  • Ef börn eru í spilinu höfum við einnig sérfræðiþekkingu í barnarétti.

  • Aðstoð við gerð kaupmála, fjárskiptasamnings og erfðaskrár t.a.m.

  • Fyrsta viðtal er ávallt án endurgjalds.

Þjónusta

Skilnaður

Það þykir flestum þungt skref að sækja um skilnað sérstaklega þegar skilnaðaraðilar eiga börn saman.

Fjárskiptasamningar

Ekki er hægt að fá skilnað án þess að gera fjárskiptasamning. Við fjárskipti á milli hjóna gildir svokölluð helmingaregla.

Forsjá og umgengni

 Ef aðilar sem vilja skilja eiga börn saman, þarf að ákveða forsjá, umgengni og lögheimili með barninu.

Erfðaskrá

Erfðaskrár eru skriflegur löggerningur manna um hvernig skuli ráðstafa eignum þeirra að þeim látnum.

Kaupmálar

Ef aðilar sem vilja ganga í hjónaband eða eru nú þegar í hjónabandi, vilja gera eign að séreign, þá þarf gera um hana kaupmála.

Sambúðarslit

Að slíta sambúð er ekki það sama og lögskilnaður. Skipting á eignum geta því verið flókin.

Hafa samband

13 + 4 =