Skilmálar
Skilmálar þessir gilda um notkun/kaup á þjónustu á vefnum www.hjuskapur.is.
1. Eigandi og rekstraraðili hjuskapur.is er Grímur Már Þórólfsson lögmaður, Sundagörðum 2, 104 Reykjavík. Til einföldunar verður talað um „hjuskapur.is“ í skilmálum þessum.
2. Málsmeðferð notenda fer eftir samningi við hvern og einn. Þannig er þjónustan ávallt persónubundin við þarfir og vilja hvers notanda fyrir sig.
3. Áður en hjuskapur.is tekur að sér verk fyrir notanda er gengið úr skugga um að ekki séu til staðar hagsmunárekstrar eða aðrar ástæður sem gætu leitt til þess að lögmaðurinn geti ekki tekið verkefnið að sér.
4. Við upphaf verks verður framkvæmd nauðsynleg athugun á grundvelli laga um aðgerðir gegn peningaþvætti.
5. Notendur á þjónustu hjuskapur.is, samþykkja að veita lögmanninum Grími Má Þórólfssyni, fullt og ótakmarkað umboð til að afla allra gagna og upplýsinga frá opinberum aðilum, fyrirtækjum sem kunna að eiga hlut að máli, semja um uppgjör, taka við fjármunum og eftir atvikum höfða dómsmál ef þörf er á.
6. Þrátt fyrir að hjuskapur.is sé heimilt að taka við fjármunum fyrir notendur og höfða dómsmál, skal hjuskapur.is fá sérstakt samþykki frá notendum í öllum tilvikum.
7. Notandi greiðir allan útlagðan kostnað en hjuskapur.is skal fá samþykki frá notanda fyrir öllum útlögðum kostnaði fyrirfram.
8. Tímagjald lögmannsins fer eftir gjaldskrá hans hverju sinni. Hjuskapur.is skal upplýsa notanda um tímagjald áður en verk hefst. Minnsta eining tíma er 0,25 klst. eða 15 mínútur.
9. Hjuskapur.is býður upp á fyrsta fund frían. Gert er þá ráð fyrir stuttum 30 mínútna fundi þar sem farið er yfir réttarstöðu viðkomandi. Ef bókaður er slíkur fundur þarf að afbóka hann með að minnsta kosti sex klukkustunda fyrirvara. Ef afbókun berst þegar minna en sex klukkustundir eru í fund, eða hreinlega berst ekki, áskilur hjuskapur.is rétt til að rukka notanda um 15.000 kr. að viðbættum virðisaukaskatti.
10. Með því að senda fyrirspurn inn á hjuskapur.is samþykkir notandi skilmála þessa.
11. Með samþykki á skilmálum þessum, lýsir notandi því yfir að hann sé lögráða og hafi fullan skilning á ákvæðum þeim sem koma fyrir í skilmálum þessum.
12. Um samning þennan gilda íslensk lög og rísi ágreiningur um túlkun hans skal reka mál vegna þess ágreinings fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
13. Skilmálar þessar eru að jafnaði endurskoðaðir einu sinni á ári eða þegar nauðsyn krefur.
Skilmálar þessir voru uppfærðir þann 01.01.2022.